Beint í efni

Nesskip er flutningaþjónustufyrirtæki með sérhæfingu stórflutningum, umboðsþjónustu við skip, skipamiðlun og flutningaráðgjöf. Fyrirtækið lítur á það sem skyldu sína og hluta af daglegri starfsemi að tryggja öryggi starfsmanna sinna og annarra sem með eða á vegum fyrirtækisins starfa, hvort heldur er til sjós eða lands.  Höfuðmarkmið fyrirtækisins í öryggismálum er slysalaus starfsemi.

Nesskip ber takmarkalausa virðingu fyrir umhverfi því sem fyrirtækið og starfsmenn þess starfa innan, hvort heldur er um að ræða náttúru eða lífríki.  Höfuðmarkmið fyrirtækisins í umhverfismálum er að fyrirtækið og starfsemi þess skaði ekki umhverfið og að starfsmenn þess og ásýnd leiði ávallt af sér jákvæða umhverfishugsun.

Til þess að ná fram og uppfylla stefnu og markmiðum fyrirtækisins í umhverfis- og öryggismálum hefur Nesskip eftirfarandi að leiðarljósi:

Nesskip fer í hvívetna eftir þeim lögum og reglugerðum sem gerðar eru á Íslandi og í öðrum löndum til umhverfis- og öryggismála og hvetur alla aðra til að gera slíkt hið sama.

Garðar Jóhannsson
framkvæmdastjóri